Um okkur

Um Kattakaffihúsið

​Kattakaffihúsið er fyrsta kaffihúsið af sínu tagi á Íslandi og opnaði í Bergstaðastræti 10A 1. mars 2018. Kaffihús af þessu tagi hafa verið að ryðja sér til rúms út um allan heim sl. ár en það fyrsta opnaði í Taiwan 1998. Kattakaffihús eru vinsæl í Asíu en hafa opnað sl. ár í Bandaríkjunum, Kanada og út um alla Evrópu.

Okkar markmið eru að skapa hlýlegt og notalegt umhverfi þar sem fólk getur slakað á, fengið sér á góðum veitingum og hitt kisurnar okkar Við viljum að kisunum líði vel á meðan þær leita að framtíðarheimili og velferð þeirra er höfð að leiðarljósi á kaffihúsinu.

lengra fyrir að vera kattakaffihús, stefnum við einnig að vera eins og kaffihús fyrir alla, ekki bara kattavini, en vonandi ná kisurnar okkar að heilla ykkur upp úr skónum í leiðinni.

​​​Kettirnir koma flestar frá einstaklingum sem ekki geta átt þær lengur oftast vegna ofnæmis eða flutninga. Einnig erum við í samstarfi við Dýrahjálp Íslands og höfum fengið kisur frá þeim sem eru að leita að nýju heimili.

Konurnar á bak við Kattakaffihúsið

Gígja Sara Björnsson og Ragnheiður Birgisdóttir eru eigindur og stofnendur Kattakaffihússins. Þær hafa verið vinkonur til margra ára og áttu sér draum um að drekka kaffi, tala um ketti og hjálpa köttum í heimilisleit. Þær höfðu heyrt af því fyrir nokkrum árum að úti í heimi væru til kattakaffihúss og hugsuðu hvað það væri frábært að gera slíkt á Íslandi. Árið 2016 fór boltinn af stað og þær fóru að gera drög að hugmyndinni að Kattakaffihúsinu. Þann 1. mars 2018 rættist svo draumurinn og Kattakaffihúisið opnaði í Bergstaðastæri 10a í Reykjavík.